Myndatökur við öll tækifæri

Fermingar- og útskriftarmyndatökur

Augnablik sem ekki gleymast

Það er gaman að eiga minningar um stóru stundirnar í lífinu, svo sem fermingar og útskriftir.

Ég býð upp á þrjár útgáfur af ljósmyndapökkum. Einnig er hægt að sérsníða pakka að þínum þörfum.

Verð er frá kr. 39.000.-

Ef þú er að leita að ljósmyndara? Þá ertu á réttum stað! Ég heiti Tryggvi Már, lærði ljósmyndun hjá New York Institute of Photography og finnst fátt skemmtilegra en að taka á móti fólki og taka af því myndir.

Mér finnst gaman að hlusta á fólk, útfæra hugmyndir þeirra og gera alls kyns tilraunir til þess að fanga persónuleika þess sem verið er að mynda.

Ég hef ástríðu fyrir vönduðum og góðum portrettum og finnst gaman að hitta fólk, spjalla og búa til spennandi portrett.

Portrettmyndatökur

Portrett er svo miklu meira en mynd af andliti.

Alls kyns þjónusta í boði

Viðburðir

Veislur, stórir fundir, sýningar og tónleikar.

Starfsmannamyndir

Starfsmannamyndir fyrir stofnanir og fyrirtæki.

…bara hvað sem er!

Ég hef bæði útvegað fyrirtækjum veggmyndir í opin rými og á vefi.

Hafðu samband!

Hvernig líkar fólki?

Umsagnir

Tryggva tókst að mynda mig eins og ég er. Það hefur ekki mörgum tekist.

Bára Lyngdal Stefánsdóttir, mamma

Snögg og góð þjónusta, myndum skilað fljótt og vel. Glæsilegar myndir!

Beggi Dan, Svartagaldri.

Á ferðinni

Skoðaðu nýjustu myndasögurnar

  • Enn af eldgosi
    Eftir þrjár fyrstu ferðirnar að eldgosinu á Fagradalsfjalli hefur orðið til dágott safn af myndum. Það eru einstök forréttindi að geta myndað eldgos sem er í innan við 2 klst fjarlægð frá heimili manns. Mótívin virðast endalaus, birtuskilyrðin eru aldrei eins og gosið sjálft er síbreytilegt. Hér er úrval af þeim myndum sem ég hefHalda áfram að lesa „Enn af eldgosi“
  • Grótta og Hvaleyrin
    Þegar sólin sest þessar fyrstu vikur eftir jafndægur á vori verður oft fallegt og skemmtilegt sjónarspil í fjörunni fljótlega eftir kvöldmat og alger snilld að skjótast út og mynda svolítið áður en maður fer í háttinn. Það er góð hugleiðsla og æfing í núvitund. Ég skrapp í Gróttu í gærkvöldi með nokkrum félögum úr FókusHalda áfram að lesa „Grótta og Hvaleyrin“
  • Eldgos í Geldingadal
    Eins og þúsundir annarra Íslendinga gekk ég upp að gosstöðvunum í Geldingadal í Fagradalsfjalli síðastliðinn sunnudag. Þetta var stórbrotið sjónarspil sem ég mun seint gleyma. Hér er syrpa af myndum sem ég tók á svæðinu. Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri. Vinsamlegast ekki nota myndirnar annars staðar nema fá leyfi. Ég skrifaði líkaHalda áfram að lesa „Eldgos í Geldingadal“